Skriður og krapaflóð í leysingum um helgina

Talsvert var um litlar skriður og krapaflóð í hlýindum og leysingum um helgina. Spáð er roki og jafnvel ofsaveðri í nótt.

Mikil leysing var í hlýindum og rigningu á Austfjörðum um helgina. Í yfirliti frá Veðurstofu Íslands segir að krapaflóð hafi fallið víða, í Fljótsdal, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.

Segja má að á Fagradal og í Reyðarfirði séu ummerki um að spýjur hafi komið niður flesta lækjarfarvegi.

Þá féll stórt krapaflóð niður í þorpið í Mjóafirði seinni partinn á laugardag.

Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun fyrir kvöldið. Spáð er suðvestanroki, jafnvel ofsaveðri seint í nótt og frameftir morgni. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu og er íbúum ráðlagt að tryggja lausamuni utandyra til að forðast foktjón.

Hjá ofanflóðadeild fengust þær upplýsingar að enn væri talin hætta á skriðuföllum. Nálgast má nýjar upplýsingar frá deildinni að loknum stöðufundi sem hefst klukkan tvö.

Flóð hefur farið niður úr Áreyjatindi ofan í Fagradalsá á laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.