Skúr með fjarskiptabúnaði brann á Biskuphálsi
Truflanir eru á farsímasambandi í kringum Grímsstaði á Fjöllum eftir að kofi með sendi og öðrum búnaði á Biskupshálsi brann í fyrrinótt.Tækjaskúrinn var í eigu Mílu. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu eru eldsupptök óljós en í skúrnum voru tæki frá Mílu og farsímasendir frá Símanum.
Hjá Símanum fengust þær upplýsingar að vegna brunans væru takmarkanir á farsímasambandi á 10-15 km kafla í áttina að Grímsstöðum á Fjöllum. Komið verður upp nýjum sendi eftir helgi, eftir því sem veður leyfir.
Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði fór á staðinn í gær til að slökkva í síðustu glæðunum og hreinsa til þannig ekki brak úr skúrnum fyki ekki.
Mynd: Björgunarsveitin Vopni