Sláttur hafinn á Fljótsdalshéraði

Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum á Völlum hóf slátt í dag. Sæmileg spretta er á stykkinu sem Gunnar sló nú, eins og sjá má.

slattur_hafinn.jpgSláttur fer óvenju seint af stað nú vegna tíðarfarsins hingað til.  Kalt hefur verið og spretta misjöfn á Héraði, þar sem gras hefur á annað borð komið upp ur túnunum. Töluvert hefur borið á kali í túnum á Héraði og upp til Dala, nú á vordögum sem staðið hafa fram undir þetta.  Góð spretta var þó á stykkinu sem Gunnar á Egilstöðum var að slá í dag og fyrstu rúllur sumarsins litu þar dagsins ljós, áður en það rigndi ofan í flekkinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar