Smalar fluttir til Loðmundarfjarðar með varðskipi

Fjórir smalar og þrír smalahundar voru á laugardag fluttir með varðskipinu Tý frá Seyðisfirði til Loðmundarfirði. Talsvert hefur verið af fé í firðinum í vetur sem ekki tókst að smala í haust. Sumar kindanna hafa jafnvel hafst þar við lengur.

Í frétt frá gæslunni kemur fram að siglingin hafi gengið vel en smalarnir fóru í land með léttbát Týs. Þótt lendingin væri ekki sem best gekk vel að koma hópnum í land.

Þeir fóru úr firðinum á móts við vélsleðamenn sem komu frá Egilsstöðum til að hjálpa þeim að reka féð. Að því er fram kemur í frétt RÚV gekk vel að smala og var komið heim með um 80 kindur.

Týr er þessa dagana eystra við eftirlit með loðnuveiðum. Varðskipsmenn fóru meðal annars um borð í erlend loðnuveiðiskip í síðustu viku.

Mynd: Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.