Smalar fluttir til Loðmundarfjarðar með varðskipi

Fjórir smalar og þrír smalahundar voru á laugardag fluttir með varðskipinu Tý frá Seyðisfirði til Loðmundarfirði. Talsvert hefur verið af fé í firðinum í vetur sem ekki tókst að smala í haust. Sumar kindanna hafa jafnvel hafst þar við lengur.

Í frétt frá gæslunni kemur fram að siglingin hafi gengið vel en smalarnir fóru í land með léttbát Týs. Þótt lendingin væri ekki sem best gekk vel að koma hópnum í land.

Þeir fóru úr firðinum á móts við vélsleðamenn sem komu frá Egilsstöðum til að hjálpa þeim að reka féð. Að því er fram kemur í frétt RÚV gekk vel að smala og var komið heim með um 80 kindur.

Týr er þessa dagana eystra við eftirlit með loðnuveiðum. Varðskipsmenn fóru meðal annars um borð í erlend loðnuveiðiskip í síðustu viku.

Mynd: Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar