Orkumálinn 2024

Síminn eflir fjarskipta-samband á Seyðisfirði

seydisfjordur.jpgSíminn hefur sett upp nýja 3G stöð á Seyðisfirði sem á að bæta verulega gagnasamband í farsíma í bænum.

Í tilkynningu frá Símanum segir að á Seyðisfirði sé ferðaþjónusta stór þáttur í atvinnustarfssemi og í gegnum bæinn fari tugþúsundir ferðamanna árlega, meðal annars vegna Norrænu og skemmtiferðaskipa sem leggja við höfnina. Því sé mikilvægt að gagna- og farsímasamband þar sé þétt.

„3G stöð Símans á Bjólfi við Seyðisfjörð var sett upp árið 2008 með 3G langdrægum sendi sem einkum er ætlað að veita sjófarendum þjónustu.  Við stöðina var bætt hefðbundnum 3G sendi sem snýr í áttina að byggðinni í Seyðisfirði.  Þetta fyrirkomulag hefur náð til hluta bæjarins en nýi sendirinn, sem settur var upp í aðstöðu RÚV á svæðinu, veitir 3G samband alls staðar í bænum.

3G net Símans nær nú til um 95% heimila í landinu og vinnur Síminn við uppfærslu þess í 21 Mb/s en sá hraði er þegar í boði á ákveðnum hluta höfuðborgarinnar. Möguleikarnir sem 3G farsímaþjónustan býður upp á er margföld viðbót við kostina í hefðbundnu farsímaneti. Bæði þjónar netið sem almenn farsímaþjónusta ásamt því að vera öflug aðgangsleið inn á netið,  með farsímanum sem og í gegnum fartölvu með 3G Netlykli.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.