Sparisjóður Austurlands færir sjúkrahúsinu í Neskaupstað gjöf

Sparisjóður Austurlands hefur gefið Heilbrigðisstofnun Austrulands 1,2 milljónir króna. Fjármunirnir verða nýttir tli að kaupa sjónvarpsbúnað fyrir umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað.

Í gangi er vinna við að setja upp sjónvörp við öll sjúkrarúm sjúkrahússins, þar sem hver sjúklingur getur ákveðið á hvað hann horfir. Með gjöfinni verður verkefnið klárað.

Gjöfin var afhent á aðalfundi Sparisjóðsins í gær, en hann fagnar í ár 100 ára afmæli sínu. Sjóðurinn var stofnaður 2. maí árið 1920 og hóf rekstur 1. september það ár. Tímamótanna er minnst á ýmsan hátt á árinu, en dagskráin hefur raskast vegan Covid-19 faraldursins.

Í tilkynningu frá aðalfundinum kemur fram að rekstur sjóðsins hafi gengið vel á síðasta ári.Samkvæmt lögum ber sparisjóðunum að veita 5% hagnaðar síns til samfélagslegra málefna. Rekstrarhagnaður var 71,2 milljónir, smáfélagsframlagið því 3,6 milljónir og skattar 12,3 milljónir. Endanlegur hagnaður var því 55,3 milljónir.

Útlán jukust um 860 milljónir eða 20,8% og voru heilarútlán sjóðsins í árslok 2019, tæpir fimm milljarðar. Heildareignir Sparisjóðs Austurlands voru þann 31. desember 2019 rúmir 7 milljarðar kr. og bókfært eigið fé 922 milljónir krónur. CAD Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins var í árslok 2019 24,64%.

Þann 1. janúar 2020 tók gildi reglugerð ESB um breytta áhættuvog áhættuskuldbindinga lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Sparisjóður Austurlands hefur metið áhrifin á sjóðinn og er niðurstaðan að eiginfjárhlutfallið hækkar í 26,39%. Eiginfjárkrafa FME á sjóðinn var í lok síðasta árs 20,35%. Eftir lækkun á sveiflujöfnunarauka í mars, er eiginfjárkrafan 19,6%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.