Sprengingar við snjóflóðavarnagerð

Þessa dagana er unnið að klapparlosun við gerð snjóflóðavarnamannavirkja ofan Neskaupstaðar. Íbúar gætu orðið varir við sprengingar á meðan því stendur nú um mánaðamótin.

Sprengt er á ákveðnum tímum, annars vegar milli klukkan 11 og 12 og hins vegar 16 og 17. Fimm mínútum áður en sprengt er eru gefin þrjú löng hljóðmerki og eitt langt þegar búið er að sprengja, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fjarðabyggð.

Skilgreint er öryggissvæði fyrir hverja sprengingu og settir upp fjórir skjálftamælar til að fylgjast með. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem sprengingarnar kunna að valda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.