Ásta Kristín gefur kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, 31 árs viðskipta- og rekstrarráðgjafi, gefur kost á sér í 2. – 5. Sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.

 

asta_kristin_sigurjonsdottir.jpg„Að mínu mati er mikilvægt að bæta samgöngur hið allra fyrsta til að stuðla að raunverulegri sameiningu sveitafélagsins sem heild.  Ljóst er að til hagræðinga þarf að koma á ýmsum stöðum jafnt í stjórnsýslunni sem og á öðrum vettvangi. Nýta þarf þjónustumannvirki mun betur en gert er í dag og styðja þarf við atvinnuuppbyggingu, frumkvöðla og nýsköpun á svæðinu.  Markaðssetningu sveitafélagsins þarf að efla til muna bæði hvað snýr að ferðamönnum sem og að fá inná svæðið nýja íbúa til frambúðar,“ segir í tilkynningu frá Ástu.

Hún útskrifaðist sem student frá Menntaskólanum við Sund árið 1999, sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskólanum fjórum árum síðar og sem viðskiptafræðingur af alþjóðamarkaðssviði skólans ári síðar. Hún er gift Páli Bragasyni og saman eiga þau Braga Hrafn, sex ára og Tönju Ýr, þriggja ára.

Helstu áhugamál Ástu eru eru útivist og líkamsrækt af ýmsu tagi, til að mynda að fara á skíði með fjölskyldunni, ganga á fjöll og hlaupa. „Einnig hef ég mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar jafnt í mínu byggðarlagi sem og á lands og heimsvísu. Ég hef einstaklega gaman af því að verja tíma fjölskyldu minni og vinum sem og að kynnast nýju fólki.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.