Starfsmannaþorpið fær að standa fram á vor

alver_eldur_0004_web.jpgVinnubúðir Alcoa Fjarðaáls, sem standa að Hrauni í Reyðarfirði, verða þar áfram fram á vor. Sveitarfélagið Fjarðabyggð vill að þær verði horfnar fyrir lok næsta árs.

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar hefur samþykkt óskir Aloca um að framlengja stöðuleyfi búðarinnar. Það hefur verið veitt til 1. maí 2012. Fyrir þann tíma á að liggja fyrir tímaáætlun um hvernig þorpið verður fjarlægt fyrir árslok 2012.

Búðirnar voru reistar á sínum tíma til að hýsa þá starfsmenn sem unnu að byggingu álversins. Síðan hafa þær staðið yfirgefnar og lítið gengið að selja þær eða finna þeim nýtt hlutverk. Meðan mest var dvöldust um 1.600 manns í búðunum sem reistar voru árið 2004.

Hugmyndir sem fram komu fyrr á þessu ári um að breyta búðunum í fangelsi virðast nú með öllu hafa verið slegnar af.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.