Stefán Bogi og Gunnhildur efst hjá Framsókn á Héraði

Bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir skipa tvö efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Félagsfundur samþykkti í gær tillögu uppstillingarnefndar.

Þriðja sætið skipar Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi, ráðunautur og formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum. Fjórða sætið skipar síðan Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi.

Listann skipa alls 8 konur og 10 karlar, en þegar horft er til efstu 8 sætanna skipa þau 5 konur og 3 karlar. Meðalaldur frambjóðenda er 44 ár en tæplega 63 árum munar á yngsta frambjóðanda, Aðalheiði Björtu sem skipar fjórða sæti, og Guðmundi Þorleifssyni sem vermir heiðurssæti listans, það átjánda.

Aðalheiður og Guðmundur sátu bæði einnig á framboðslista fyrir síðustu kosningar, og það sem meira er, bæði tóku sæti á bæjarstjórnarfundum á kjörtímabilinu í forföllum aðalmanna, að því er fram kemur í tilkynningu.

Flokkurinn er í dag stærstur í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs með þrjá fulltrúa en situr í minnihluta. Einn núverandi aðalmanna, Páll Sigvaldason, gefur ekki kost á sér áfram.

Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði:
1. Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
3. Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
4. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
5. Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
6. Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
7. Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
8. Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
9. Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
10. Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
11. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
12. Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
13. Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
14. Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
15. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
16. Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
17. Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
18. Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.