Stefán Grímur leiðir Betra Sigtún

Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, leiðir framboð Betra Sigtúns á Vopnafirði sem býður nú fram í annað sinn.

Talsverð endurnýjun er á listanum sem fékk tvo fulltrúa kjörna í síðustu kosningum. Þrír af fjórum efstu frambjóðendum hættu á kjörtímabilinu og stendur Stefán Grímur einn eftir af þeim.

Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, sem setið hefur í sveitarstjórninni, skipar heiðurssætið.

Listinn myndaði meirihluta með K-lista félagshyggju eftir kosningarnar en sá sprakk í byrjun desember. Betra Sigtún og B-listi mynduðu þá nýjan meirihluta.

Listinn í heild sinni:

1. Stefán Grímur Rafnsson, vélfræðingur
2. Íris Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur
3. Teitur Helgason, vélfræðingur
4. Ragna Lind Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi
5. Berglind Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
6. Ingólfur Daði Jónsson, rafvirki
7. Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir, nemi
8. Sveinn Daníel Sigurðsson, trésmiður
9. Bjarni Björnsson, vélvirki
10. Andri Jóhannesson, verkamaður
11. Jón Ragnar Helgason, sjómaður
12. Debóra Dögg Jóhannsdóttir, nemi
13. Sveinhildur Rún Kristjánsdóttir, verkakona
14. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kennari

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.