„Stígamót anna vart eftirspurn á Austurlandi“

„Þörfin hefur verið svo mikil að við höfum bætt einum degi við, þannig að hálfsmánaðarlega er ráðgjafi frá okkur á Egisstöðum yfir nótt og er þá með viðtöl í tvo heila daga,“ segir Anna Bentína Hermansen ráðgjafi Stígamóta á Austfjörðum.



Stigamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Fimmtudaginn 10. nóvember hófst söfnunarátak Stígamóta sem ber yfirskriftina „Styttum svartnættið“, en tíminn sem líður frá því að kynferðisbrot er framið þar til brotaþoli leitar sér aðstoðar er oft langur. Markmiðið með herferðinni er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta, en starfið er mikilvægt og við þurfum að auka þjónustuna, sem getur beinlínis snúist um að bjarga mannslífum. Söfnunin nær síðan hámarki með samnefndum þætti á Stöð 2 í kvöld. Hér má nánar lesa um átakið.


Anna vart eftirspurn á Austurlandi

„Við höfum komið austur og tekið viðtöl frá árinu 2007, með hléum, en sleitulaust frá 2012. höfum við komið á Austurland með hléum og tekið viðtöl við Austfirðinga, en ráðgjafi frá Stígamótum kemur núna hálfsmánaðarlega og flýgur síðan burt með leyndarmálin,“ segir Anna Bentína.

Anna Bentína segir þörfina mikla og þessa fjóra daga í mánuði sé fullbókað og fólk komi allt frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði.

„Þó það sé fullbókað í öll viðtöl finnum við alltaf rými fyrir nýtt fólk. Karlkyns brotaþolar eru velkomnir til okkar og aðstandendur brotaþola líka. Við höfum verið með þrjá sjálfshjálparhópa á Egilsstöðum síðan 2012, en þá mæta 4-5 einstaklingar ásamt leiðbeinanda þannig að það rýmkar aðeins um viðtölin. Þjónustan er gríðarlega vel nýtt og fólk leggur mikið á sig til að komast til okkar og við höfum hugsað að bæta ráðgjafa við fyrir austan svo mikil er þörfin.“

Anna Bentína segir þjónustuna ekki hafa verið auglýsta upp á síðkastið, en að Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar hafa sent fólk, sem og framhaldsskólanir á Egilsstöðum og Neskaupsstað.

„Við höfum auglýst þjónustuna en ekki upp á síðkastið þar sem við erum svo fullbókuð fyrir austan að við önnum varla eftirspurn.“


„Þörfin er gríðarlega mikil“

Anna Bentína vill hvetja Austfirðinga til að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar Stígamóta, en hér má lesa um átakið.

„Þörfin er gríðarlega mikil. Öll þjónusta okkar er ókeypis og það er mjög mikilvægt til þess að fólk geti komið og sótt sér þjónustuna án tillits til efnahags. Einnig langar mig til þess að hvetja fólk til þess að kaupa bensín hjá Olís eða ÓB í dag og styrkja þannig Stígamót.

Til þess að panta tíma er hringt í síma 562-68968.

Hægt er að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðu Stígamótua www.stigamot.is.


Gefum & gleðjum með Olís og ÓB

Olíuverzlun Íslands.hf leggur góðum málefnum lið næstu vikurnar með verkefninu Gefum & gleðjum. Í dag munu einmitt 5 krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til Stígamóta sem eru baráttusamtök fyrir bættu samfélagi og veita þeim sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi aðstoð.

Leggjum góðu málefni lið og dælum til góðs í dag!

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.