Stjórn SUS þakkar íbúum Fjarðabyggðar fyrir móttökurnar

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS) þakkar íbúum í Fjarðabyggð fyrir góðar móttökur á þingi sambandsins á Eskifirði fyrir mánuði. Stjórnin fordæmir hins vegar hegðun hluta þinggesta.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum. Eftir þingið var gagnrýnd umgengni þinggesta bæði á Eskifirði en þó einkum á Norðfirði.

Í ályktun stjórnarinnar eru heimamönnum sendar þakkir fyrir „glæsilegar móttökur.“ Þá áréttar stjórnin að dagskrá þingsins hafi farið fram að öllu leyti á Eskifirði „án vandkvæða.“

Hins vegar hafi „lítill hluti þinggesta“ haft aðsetur í Neskaupstað og „mætti mætti til þingsins á kjördegi til þess að greiða atkvæði.

SUS fordæmir umgengni og hegðun þeirra fulltrúa sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga. Stjórn SUS mun beita sér fyrir því að háttsemi af þessu tagi endurtaki sig aldrei aftur, enda er hún ekki til fyrirmyndar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.