Keppnin um Ormsbikarinn eftirsótta
Hið árlega Ístölt Austurland verður haldið í Egilsstaðavík við Egilsstaði laugardaginn 27. Febrúar næstkomandi. Egilsstaðavíkin liggur við Lagarfljót rétt við Gistiheimilið á Egilsstöðum. Mótið hefur verið fastur liður í vetrardagskránni á Austurlandi undanfarin ár og er mest sótti hestaviðburður á Austurlandi ár hvert. Gestir, jafnt áhugamenn sem atvinnumenn, frá öðrum landshornum hafa undanfarin ár heiðrað Austfirðinga með nærværu sinni, og gert mótin að frábærri skemmtun.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Tölt unglinga
Tölt áhugamanna
Tölt opin flokkur
B-flokkur gæðinga
A-flokkur gæðinga
Fljúgandi skeið*
Skráningargjöld verða kr. 3.500,- per skráning og greiðast á staðnum. Hægt er að skrá sig á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Keppt verður um Ormsbikarinn Eftirsótta í tölti opnum flokki. Sigurvegarar undanfarinna ára eru:
2009 – Tryggvi Björnsson og Júpiter frá Egilsstaðabæ
2008 – Hinrik Bragason og Skúmur frá Neðri Svertingsstöðum
2007 – Daníel Jónsson og Þóroddur frá Þóroddsstöðum
2006 – Guðmundur Björgvinsson og Taktur frá Tjarnarlandi
2005 – Leó Geir Arnarson og Börkur frá Litlu Reykjum
Keppt verður um Skeiðdrekann í A-flokki gæðinga. Sigurvegarar Skeiðdrekans síðustu árin eru:
2009 – Baldvin Ari Guðlaugsson og Freydís frá Steinnesi
2008 – Hinrik Bragason og Smári frá Kollaleiru
2007 – Þórður Þorgeirsson og Ás frá Ármóti (skeið)
2006 – Fjölnir Þorgeirsson og Lukkublesi frá Gýgjarhóli (skeið)
Keppt verður Frostrósina í B-flokki gæðinga. Sigurvegarar Frostrósarinnar hingað til eru:
2009 – Baldvin Ari Guðlaugsson og Sindri frá Vallanesi
2008 – Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti
Athygli er vakin á því að heimamaður hefur enn ekki lyft neinum af höfuðbikurum mótsins!
*mótsstjórn áskilur sér rétt til að fella niður keppni í fljúgandi skeið ef þáttaka verður ekki nægjanleg.
Allar nánari upplýsingar vegna mótsins er að finna á heimasíðu Freyfaxa www.freyfaxi.net og fyrirspurnir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Mynd: Frá Ístölt Austurland í Egilsstaðavík. Ljósmynd: Jónas Gunnlaugsson.