Stöðvarfjörður fær heimsendingarþjónustu

Íbúar á Stöðvarfirði eiga eftirleiðis hægara um vik að nálgast nauðsynjavörur úr næstu verslun því Krónan á Reyðarfirði hefur bætt þorpinu við þá staði þar sem heimsending er í boði.

Krónan hefur frá því í vor boðið upp á að heimsenda vörur til fólks í Neskaupstað og á Eskifirði og Fáskrúðsfirði gegn vægu sendingargjaldi og árangurinn verið framar vonum eins og fram kom í viðtali Austurfréttar við verslunarstjórann fyrir skömmu. Til stóð að víkka hringinn frekar síðar í sumar og það nú orðið raunin á Stöðvarfirði.

Þetta skiptir heimafólk líkast til enn meira máli en íbúa annarra byggðakjarna í Fjarðabyggð sökum þess að þar hefur ekki verið nein matvöruverslun í eitt og hálft ár síðan verslunin Brekkan var seld en kaupendurnir breyttu húsnæðinu í íbúðir. Upphaflega var þó gert ráð fyrir áframhaldandi verslun í húsnæðinu og nýir eigendur fengu meira að segja sérstakan styrk til þess verkefnis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.