Stóriðjuskóli Fjarðaáls settur í fyrsta sinn

storidjuskoli_alcoa_fyrstidagur_web.jpgStóriðjuskóli Fjarðaáls á Hrauni við Reyðarfjörð var settur í fyrsta sinn í morgun,. Þrjátíu manns, allt starfsfólk álversins, settust þá á skólabekk í kennslustofu álsversins í því skyni að afla sér fjölbreyttrar menntunar, sem bæði er ætlað að nýtast í störfum þeirra í álverinu en einnig til frekara náms síðar. Alls sóttu yfir áttatíu manns um skólavist, en meðal umsóknaskilyrða er að lágmarki þriggja ára starfsaldur hjá Fjarðaáli.

 

Stóriðjuskólinn er samstarfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands, Þekkingarnets Austurlands og Fjarðaáls. Kennarar frá öllum aðstandendum skólans koma að kennslunni en námið byggist m.a. á námsskrá um stóriðjunám sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út.

Í Stóriðjuskólanum er boðið upp á grunnnám sem tekur þrjár annir og framhaldsnám sem nær yfir fjórar annir. Að því loknu geta nemendur fengið námið metið inn í framhaldsskólakerfið, þar sem það nýtist til stúdentsprófs eða iðnnáms. Grunnámið er ætlað framleiðslustarfsfólki og iðnaðarmönnum álversins. Þeir sem ljúka grunnnáminu geta hafið framhaldsnámi í stóriðjufræðum. Ekki er gerð krafa um ákveðna grunnmenntun en ætlunin er að mæta aðstæðum í samræmi við skólagöngu hvers og eins.

Að sögn Sigurðar Ólafssonar, fræðslustjóra hjá Fjarðaáli, kom nefnd á vegum Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands að undirbúningi námsins og var mikil eining milli aðila um fyrirkomulag þess.

Námsvistin hefur talsverða launahækkun í för með sér hjá Fjarðaáli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar