„Stúdentsprófið er bara eins og grunnskólapróf í dag“

„Stundum höfum við fengið til okkar gamla nemendur, sem selja mun betur en ókunnugir,“ segir Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, en Háskóladagurinn verður með opna kynningu í á morgun, miðvikudaginn 15. mars milli klukkan 11:00 og 13:00.


Fulltrúar frá öllum háskólum landsins kynna námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir. Námsráðgjafar verða á staðnum.

„Það er mjög gott að nemendur og aðrir á landsbyggðinni fái þessa kynningum líkt og samnemendur þeirra á höfuðborgarsvæðinu – það er allt annað að fá tækifæri til þess að spyrja spurninga en að lesa um námsleiðir á netinu,“ segir Árni.

Árni nefur verið unnið í Menntaskólanum í 25 ár og segir að það sé engin spurning að nemendur séu betur áttaðir nú á því hvað þeir vilji gera að loknu stúdentsprófi.

„Það er ekki spurning. Það er afar lítið um að þessir nemendur fari úr á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf, nema þá í stuttan tíma – en stúdentsprófið er bara eins og grunnskólapróf í dag og því mikilvægt að þeir átti sig á því hvað standi til boða. Bæði held ég að grunnskólarnir séu orðir betri í dag og upplýsingabyltingin hefur haft það í för með sér að þau vita miklu meira, við finnum það á öllum sviðum og það þarf allt annað vinnulag en áður.“

Dagurinn er öllum opinn, ekki aðeins menntaskólanemendum. Ef þig langar í háskólanám, þá er þetta einstakt tækifæri til þess að kynna þér málin frekar. Hér er heimasíða Háskóladagsins.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.