„Styrkir starfsþróun og opnar dyr til náms“

„Raunfærnimatið er gríðarlega gott tækifæri fyrir fólk sem búið er að vinna að skórækt í mörg ár og geta með þessu móti stytt námið. Þetta er hvetjandi og góð leið til þess að ná fólki inn í nám,“ segir Else Möller, skógfræðingur og verkefnastjóri hjá Austurbrú.



Fólki sem starfað hefur við skógrækt en ekki menntað sig í greininni býðst nú raunfærnimat hjá Austurbrú sem stytt getur námstíma þess í skógræktarnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Matið styrkir starfsmanninn í starfi og getur leitt til starfsþróunar.

Raunfærnimat í skógrækt er leið til að meta raunverulega færni og kunnáttu fólks sem er orðið 23 ára og unnið hefur a.m.k. þrjú ár í skógrækt. Hugmyndin er sú að matið styrki fólk í starfi og starfsþróun og opni því dyr til náms í greininni. Reynsla þess og þekking er metin með hliðsjón af þeim námsgreinum sem kenndar eru í skógtækni og skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og ef viðkomandi ákveður að hefja námið er möguleiki að námstíminn styttist í samræmi við þá færni sem nemandinn hefur öðlast í starfi.

Til að komast í raunfærnimatið er ekki skilyrði að þátttakendur skrái sig til náms en raunfærnimatið skjalfestir kunnáttu og færni þeirra í faginu.


Engin skuldbinding um að hefja nám

„Um ræðir fólk sem hefur starfað hjá Skógræktinni sem og skógarbændur, en þetta er ekki stór hópur. Það eru átta manns af öllu landinu sem ætla sér að fara í gegnum þetta núna, þar af fjórir einstaklingar héðan að austan.

Raunfærnimat getur gefið þátttakendum tækifæri til að stytta námstíma á námsbrautinni Skógur/náttúra. Hins vegar er engin skuldbinding um að þátttakandi fari í námið en raunfærnimatið skjalfestir kunnáttu og færni þátttakanda í greininni og getur styrkt stöðuna innan skógræktargeirans og leitt til starfsþróunar,“ segir Else.

Fari svo að viðkomandi hefji nám getur raunfærnimatið nýst til styttingar námstíma á brautinni Skógur/náttúra í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi sem er hluti af LbhÍ. Námið er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi.


Allar frekari upplýsingar er að finna hér eða hjá Else Möller, verkefnastjóra hjá Austurbrú, gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 470 3850.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.