Svifryk frá Sahara klæðir Austurlandið eftir hvassviðri næturinnar
Það ekki óþekkt að ryk- eða sandstormar af hálendinu dreifist yfir austfirsk fjöll og dali við tileknar aðstæður. Hins vegar mjög óvenjulegt að slíkt berist alla leiðina frá miðbaug í Afríku eins og raunin hefur verið síðasta sólarhring eða svo.
Það staðfestir einn allra fremsti sérfræðingur landsins í rykmyndun og rykstormum, Pavla Dagsson-Waldhauserová sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í samtali við Austurfrétt. Rykið einn fylgifiskur þess hlýja lofts sem verið hefur á landinu síðustu dægrin og verður áfram fram að helginni.
Mikið hvassviðri hefur gengið yfir landið allt síðasta sólarhring en sérstaklega austanlands undraðist fjöldi fólks það mikla magn ryks og sands sem hvassviðrinu fylgdi. Smá og fíngerð korn sem féllu víða og smeygðu sér þar á meðal auðveldlega inn í híbýli fólks.
Skýringanna er að leita alla leið til Sahara í Afríku eins og sést á meðfylgjandi korti en Austurland var það svæði sem fékk hvað mest magn svifryks yfir sig síðasta sólarhringinn rúmlega. Fyrst frá upprunastaðnum úr suðri en með hvassviðrinu að vestan og norðan fékk svæðið aftur skammt yfir sig í nótt sem leið.
„Þetta er vissulega óvenjulegt en kemur reyndar fyrir þó ekki beri svona mikið á oftast nær. Mælitæki víða, þar á meðal á Möðrudal, mældu vel yfir 100 míkrógrömm á hvern rúmmetra lofts [ug/m3] og enn er mikið ryk til staðar þó vindar séu nú farnir að blása því til austurs út á haf. Það kæmi mér ekki á óvart ef ryktungan nær ekki til Finnlands á næstunni.“
Veðrið hefur að mestu gengið yfir á austanverðu landinu þó gular viðvaranir Veðurstofu Íslands detti ekki úr gildi fyrr en upp úr hádeginu. Einhver rykmengun verður líklega viðvarandi austanlands fram til morguns hið minnsta.
Fyrra kortið sýnir mikið magn ryks á Austur- og Suðausturlandi í morgun en kortið hér að ofan sýnir stóra ryktunguna alla leið frá miðbaug.