Talsverð andstaða við fiskeldi í opnum sjókvíum í Norðausturkjördæmi
Meirihluti þátttakenda í Norðausturkjördæmi í nýrri skoðanakönnun um viðhorf til fiskeldis í opnum sjókvíum er á móti eldinu og vill banna það. Hlutfallið er þó lægra en víðast annars staðar á landinu. Íbúar á svæðum þar sem eldið er stundað er hvað hlynntastir því.Það var Gallup sem gerði könnunina fyrir Verndarsjóð villtra laxastofan, Íslenska náttúruverndarsjóðinn, Landssamband veiðifélaga og Laxinn lifi. Könnunin var send á viðhorfahóp Gallup fyrir 18 ára og eldri. Alls bárust yfir 956 svör, þar af 97 úr Norðausturkjördæmi.
Í kjördæminu segjast 52% neikvæð gagnvart fiskeldi í opnum sjókvíum, 20% jákvæð og 27% hlutlaus. Er þetta þó það kjördæmi á eftir Norðvesturkjördæmi þar sem minnst andstaða er við eldið.
Andstaðan er mest í Reykjavík, þar eru yfir 60% neikvæð gagnvart eldinu. Vigt höfuðborgarsvæðisins endurspeglast í landstölunum þar sem 61,4% eru neikvæð en 14% neikvæð. Álitið hefur versnað verulega síðustu tvö ár, í könnun í byrjun árs 2021 sögðust 18,4% jákvæð en 33,2% neikvæð. Þá lýstu 38,4% hlutleysi en sá hópur hefur minnkað verulega og er núna 24,7%.
Svarendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu banna eldi í opnum sjókvíum. Í Norðausturkjördæmi var lægst hlutfall þeirra sem vildu banna eldið, 44%. Það var samt stærsti einstaki hópurinn á svæðinu. 36% vilja leyfa það áfram en 15% sögðust hlutlaust. Á landsvísu vilja 52,4% banna eldið en 22,8% leyfa það áfram.