Birgir leiðir VA út skólaárið

Birgir Jónsson hefur verið settur skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands út skólaárið. Eydís Ásbjörnsdóttir, sem verið hefur skólameistari síðustu tvö ár, var í lok nóvember kjörin á Alþingi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans. Birgir var fyrr á þessu ári skipaður aðstoðarskólameistari skólans en hann starfað við skólann frá árinu 2019, bæði sem stjórnandi og kennari.

Hann var áður skólastjóri Grunnskóla Eskifjarðar frá 2017-19, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar það ár og þar áður kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ í sex ár.

Eydís skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum sem fram fóru 30. nóvember síðastliðinn. Hún hafði áður starfað árum saman sem kennari við skólann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.