Telja sjálfboðaliða aðeins mega fegra fólkvanga og fjörur

AFL Starfsgreinafélag hefur farið þess á leit við sveitarfélög á Austurlandi að þau takmarki notkun sína á sjálfboðaliðum við verk á þeirra vegum. Sjálfboðaliðarnir geti aðeins unnið afar afmörkuð störf sem annars væru ekki unnin af launafólki.

Í tilkynningu sem AFLs sendi frá sér í morgun segir að félaginu hafi borist ábendingar um atvinnuþátttöku sjálfboðaliða á vegum erlendra samtaka hjá sveitarfélögum á sambandssvæðinu. Sérstaklega er tiltekið að félagið hafi sent Fjarðabyggð bréf.

Í bréfinu segir að AFL hafni allri aðkomu sjálfboðaliða við vinnu á vegum sveitarfélaga innan þéttbýliskjarna. Sama eigi við um verklegar framkvæmdir á þeirra vegum, innan sem utan þéttbýlis.

Skilningur félagsins sé að sjálfboðaliðastörfin geti aðeins átt við fegrun fólkvanga og fjöruhreinsanir.

Mánuðum saman hafi verið reynt að fá viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga um samræmdar reglur um störf sjálfboðaliða hjá sveitarfélögunum en án árangurs. Við fyrrnefnda skilgreiningu verði staði þangað til.

Fjarðabyggð hefur undanfarin ár verið með samninga við sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvini og SEEDS en fólk á þeirra vegum hefur komið og unnið afmörkuð verkefni í sveitarfélaginu.

„Okkur barst ábending um það að Fjarðabyggð hafi verið með sjálfboðaliða í störfum hjá sveitarfélaginu og voru störf þessi meðal annars þau sem bæjarvinnan hefur hingað til sinnt, líkt og hreinsun á blómabeðum og önnur garðyrkjustörf.

Þetta eru störf sem annars væru unnin af launamönnum,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs í samtali við Austurgluggann síðasta haust eftir að AFL hafði sent Fjarðabyggð fyrirspurnir vegna vinnu sjálfboðaliðanna.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagðist þá telja að verkefni sjálfboðaliðanna, sem fyrst og fremst snérust að umhverfismálum ekki koma í stað launaðrar vinnu. „Þetta hefur allt verið uppi á borðum hjá okkur, enda væri það fjarri okkur að brjóta lög og reglur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.