„Þetta er algert lúxusvandamál“

„Það er bara allt fullt af börnum hjá okkur, sem er alveg dásamlegt,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en enn og aftur hefur verið auglýst eftir dagforeldrum til starfa í bænum.



„Þetta er í þriðja sinn sem auglýsingin fer í loftið og sem betur fer virðist hún hafa vakið einhver viðbrögð í þetta skiptið,“ segir Gauti.

„Það er ekkert lát á barneignum hér á Djúpavogi, en enn á ný virðist allt stefna í gott barna-ár, en hér býr svo bjartsýnt og öflugt fólk. Þörfin er mikil, sem er frábært. Leikskólinn er löngu sprunginn og við þurfum að fá dagforeldra til starfa hjá okkur til þess að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn. Þetta er algert lúxusvandamál,“ segir Gauti, en börn hafa verið að komast inn í leikskólann kringum eins árs aldurinn.

Aðspurður að því hvernig húsnæðismálin standi á Djúpavogi, ef einhverjum myndi detta í hug að svara kalli og flytja á staðinn og gerast dagforeldri, segir Gauti; „Það vantar íbúðarhúsnæði, það er bara þannig. Við erum þó að ganga frá lóðaskipulagi þessa dagana og við vitum af einhverjum nýbyggingum í býgerð, en ég get ekki meira sagt um það að sinni.“

Þeir sem hafa áhuga á að skoða þennan möguleika er bent á að hafa samband við Gauta í síma 470-8700 eða gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.