„Þetta verður mjög áhugavert fyrir íbúa Djúpavogs"

Kynningardagur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn í Havarí á Karlsstöðum í Berufirði í dag. Dagskráin verður bæði fjölbreytt og áhugaverð og hefst hún klukkan 16:00.



„Þetta verður mjög áhugavert fyrir íbúa Djúpavogs, en starfsmaður innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hefur verið með Djúpavog sem rannsóknarverkefni að undanförnu og ætlar að kynna það fyrir gestum, sviðsmyndagreiningu og fjölbreyttum atvinnuháttum allt til ársins 2030,“ segir Katrín Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Austurlandi.


Matarsmiðja fyrir börn meðan á kynningunni stendur

Dagskráin hefst á því að Berglind Häsler bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður á Karlsstöðum kynnir Nýsköpunarmiðstöð Íslands auk þess sem Katrín Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Djúpavogi, segir frá öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún sinnir víða um Austurland.

Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri greinir frá nýsköpun í starfandi fyrirtækjum. Karl Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands talar um rannsóknartengt en hagnýtt verkefni sem ber heitið Djúpivogur framtíðar áskoranir

Andrés Skúlason, svetarstjóri Djúpavogshrepps kynnir svo áherslur byggðarfélagsins undir yfirstkriftinni „Innviðir og sóknarfæri.“

Að loknum samræðum, spurningum og svörum endar dagskráin endar með því að Prins Póló og Greta Mjöll taka nokkur lög og boðið verður upp á léttar veitingar frá Karlsstöðum.

Á meðan kynningunni stendur geta krakkar á aldrinum 6-16 ára farið í matarsmiðju hjá Svavari Pétri bónda á Karlsstöðum og unnið að skemmtilegu nýsköpunarverkefni. Skráning í smiðju á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.