Þorsteinn leiðir Alþýðufylkinguna

Þorsteinn Bergsson, fyrrverandi bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði, skipar efsta sætið á lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Fjórir Austfirðingar eru á listanum.

Þorsteinn er ekki sá eini úr fjölskyldunni á listanum, Ása dóttir hans skipar sautjánda sætið.

Auk þeirra feðgina er Anna Hrefnudóttir frá Stöðvarfirði í fimmta sæti og Þórarinn S. Andrésson á Seyðisfirði í því tólfa.

Þá má benda á Guðmund Beck í níunda sæti en hann bjó lengi að Kollaleiru í Reyðarfirði.

1. Þorsteinn Bergsson, dýraeftirlitsmaður, Egilsstöðum
2. Bjarmi Dýrfjörð, nemi, Akureyri
3. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Akureyri
4. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík
5. Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona, Stöðvarfirði
6. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumeistari, Akureyri
7. Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum Öxarfirði
8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri
9. Guðmundur Beck, verkamaður, Gröf 3 Eyjafjarðarsveit
10. Sóldís Stefánsdóttir, sjúkraliði, Akureyri
11. Sigurður Ormur Aðalsteinsson, nemi, Akureyri
12. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði
13. Hilmar Dúi Björgvinsson, skrúðgarðyrkjufræðingur, Svalbarðseyri
14. Gunnar Helgason, rafvélavirki, Akureyri
15. Hrafnkell Brynjarsson, nemi, Akureyri
16. Steingerður Kristjánsdóttir, Svalbarðseyri
17. Ása Þorsteinsdóttir, nemi, Egilsstöðum
18. Svandís Geirsdóttir, ræstitæknir, Akureyri
19. Jón Heiðar Steinþórsson, bóndi, Ytri-Tungu, Tjörnesi
20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.