Þórunn og Líneik efstar hjá Framsókn

Þórunn Egilsdóttir frá Vopnafirði og Líneik Anna Sævarsdóttir frá Fáskrúðsfirði skipa tvö efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Sjö Austfirðingar eru á listanum.

Uppstillingarnefnd lagði fram tillögur sínar á kjördæmisþingi sem haldið var síðasta sunnudag. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Í efsta sætinu er Þórunn Egilsdóttir, þingmaður og sauðfjárbóndi í Vopnafirði en í öðru sæti Líneik Anna Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú sem sat á þingi 2013-2016.

Listinn í heild:

1. Þórunn Egilsdóttir, Vopnafirði
2. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðabyggð
3. Þórarinn Ingi Pétursson, Grýtubakkahreppi
4. Hjálmar Bogi Hafliðason, Norðurþingi
5. Jóhannes Gunnar Bjarnason, Akureyri
6. Mínerva Björg Sverrisdóttir, Akureyri
7. Örvar Jóhannsson, Seyðisfirði
8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Fljótsdalshéraði
9. Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
10. Birna Björnsdóttir, Norðurþingi
11. Gunnlaugur Stefánsson, Norðurþingi
12. Eiður Ragnarsson, Djúpavogshreppi
13. Petrea Ósk Sigurðardóttir, Akureyri
14. Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, Fljótsdalshéraði
15. Þorgeir Bjarnason, Fjallabyggð
16. Heiðar Hrafn Halldórsson, Norðurþingi
17. Svanhvít Aradóttir, Fjarðabyggð
18. Eiríkur Haukur Hauksson, Svalbarðsstrandarhreppi
19. Margrét Jónsdóttir, Þingeyjarsveit
20. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Norðurþingi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.