Þrefalt fleiri farþegar í maí en apríl
Farþegar um flugvöllinn á Egilsstöðum voru þrefalt fleiri í maí heldur en þeir voru í apríl. Þeim fækkar hins vegar um rúm 70% samanborið við sama tíma í fyrra.Þetta kemur fram í nýjum yfirlitstölum frá Isavia. Farþegar í maí voru 2167 samanborið við 731 í apríl. Þeir voru hins vegar 7599 á sama tíma í fyrra.
Komur og brottfarir voru 152 á vellinum í maí, samanborið við 90 í apríl. Það er rúmlega helmings samdráttur milli ára. Flutt voru 6,1 tonn af fragt, sem er 63% minnkun.
Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur, en sem dæmi má nefna að umferð um Keflavíkurflugvöll dróst saman um rúm 99% í maímánuði milli ára.
Þegar horft bornir eru saman fyrstu fimm mánuðir áranna 2019 og 2020 kemur í ljós að farþegum á tímabilinu fækkar um helming, ferðum um rúman þriðjung og fragt minnkar um fjórðung.