Þrír ákærðir fyrir að ráðast á mann á heimili hans

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært þrjá menn fyrir líkamsárás og eignaspjöll fyrir að hafa ráðist á mann á heimili hans um síðustu verslunarmannahelgi.


Þrímenningarnir, sem eru á aldrinum 35-45 ára, eru ákærðir fyrir að hafa lamið karlmann á sextugsaldri á heimil hans þannig hann datt í gólfið.

Eftir það hafi þeir haldið áfram að lemja hann og sparka í þannig hann fékk glóðarauga, mar og bólgu á kinn og eymsli á hnakka.

Einn þremenninganna er að auki ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa lamið í póstkassa utan á húsinu og eyðilagt þegar hann yfirgaf húsið.

Saksóknari fer fram á að mönnunum verði refsað og fórnarlambið fram á tæpar tvær milljónir í skaðabætur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.