Þrír eftir í sóttkví

Starfsemi hárgreiðslustofa, tannlækna og íþróttaæfingar barna eru nú heimilar á ný eftir að um eins og hálfs mánaðar langt bann. Þrír einstaklingar eru enn eftir í sóttkví á Austurlandi þegar fyrstu skrefin eru stigin í átt að afléttingu samkomubanns.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands sendi frá sér í gær. Helmingsfækkun varð á einstaklingum í sóttkví milli daga og eftir sem áður er ekkert virkt smit þekkt á svæðinu.

Í dag verður byrjað að aflétta samkomubanni. Helstu breytingar eru þær að samkomur miðast nú við 50 manns í stað 20 áður. Þá eru frjáls samskipti grunn – og leikskólabarna frá og með morgundeginum, skipulagðar íþrótta- og sundæfingar heimilar með ákveðnum skilyrðum og tannlækna- og nuddþjónusta sömuleiðis. Þá er starfsemi hárgreiðslufólks heimil á ný.

Aðgerðastjórn minnir á að annað er óbreytt. Mikilvægt er því sem fyrr að gæta að tveggja metra reglunni, ekki síður í starfsemi fyrirtækja og stofnana en almennt annars í samfélaginu og áfram er minnt á mikilvægi handþvottar og sprittnotkunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar