Tjörvi Hrafnkels í ársleyfi frá bæjarstjórn

tjorvi_hrafnkelsson.jpgTjörvi Hrafnkelsson, bæjarfulltrúi L-lista Héraðslistans á Fljótsdalshéraði, er farinn í árs leyfi frá bæjarstjórn og nefndum Fljótsdalshéraðs vegna anna í vinnu. Ragnhildur Rós Indriðadóttir tekur sæti hans.

 

Tjörva var veitt leyfið á seinasta fundi bæjarstjórnar. Hann verður í leyfi sem aðalmaður í bæjarstjórn og fræðslunefnd og varamaður í bæjarráði frá 22. september til 15. ágúst. Í samtali við Agl.is staðfesti Tjörvi að leyfið væri veitt vegna anna í vinnu en Tjörvi er einn af forsvarsmönnum hugbúnaðarfyrirtækisins AN lausna.

Ragnhildur Rós Indriðadóttir tekur sæti hans í bæjarstjórn og fræðslunefnd. Árni Kristinsson verður varamaður í bæjarráði.  

Fleiri breytingar voru samþykktar á nefndasetu á Fljótsdalshéraði á fundinum. Árni Ólason kemur inn í stað Skúla Björnssonar sem varamaður í fræðslunefnd á vegum L-listans og Heiður Vigfúsdóttir verður varamaður í menningar- og íþróttanefnd í stað Hafdísar Erlu Bogadóttur fyrir B-lista.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar