Ítölsk greifynja ásakar japanskan auðmann um morðtilraun í Selá

Ítalska greifynjan Raimonda Lanza Branciforte di Trabia segir japanska útgefandann og auðmanninn Yasuji Sugai hafa reynt að kaffæra sér í Selá í júlí. Austfirsk lögregluembætti rannsaka málið.

 

Frá þessu er greint í DV. Raimonda og Yasuji hafa áður veitt saman um víða veröld og bauð hann henni með til Íslands en hingað kom hann eftir veiðiferð í Rússlandi. Á öðrum degi veiðiferðarinnar slettist upp á vinskapinn.

 „Ég undirbjó stöngina mína og fór út í ána, í átt að dýpri enda hennar. Á sama tíma tekur Yasuji tilhlaup að mér öskrandi og gargandi. Við tökumst á og ég reyndi að verja mig. Mér tókst að lemja hann en mér gekk ekkert að verja mig. Hann rak mig þá niður í vatnið og hélt bæði höfðinu á mér og líkama undir vatninu, í að minnsta kosti 15 sekúndur.“

Leiðsögumaðurinn kom þá aðvífandi og bjargaði Raimondu úr klóm Sugais, að því er fram kemur í bréfi hennar til sýslumannsins á Seyðisfirði. Þar fer líklega fram frumrannsókn en málið verði síðan sent áfram til nágrannans á Eskifirði sem rannsakar öll stærri mál.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.