Ítölsk greifynja ásakar japanskan auðmann um morðtilraun í Selá
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. ágú 2011 10:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Ítalska greifynjan Raimonda Lanza Branciforte di Trabia segir japanska útgefandann og auðmanninn Yasuji Sugai hafa reynt að kaffæra sér í Selá í júlí. Austfirsk lögregluembætti rannsaka málið.
Frá þessu er greint í DV. Raimonda og Yasuji hafa áður veitt saman um víða veröld og bauð hann henni með til Íslands en hingað kom hann eftir veiðiferð í Rússlandi. Á öðrum degi veiðiferðarinnar slettist upp á vinskapinn.
„Ég undirbjó stöngina mína og fór út í ána, í átt að dýpri enda hennar. Á sama tíma tekur Yasuji tilhlaup að mér öskrandi og gargandi. Við tökumst á og ég reyndi að verja mig. Mér tókst að lemja hann en mér gekk ekkert að verja mig. Hann rak mig þá niður í vatnið og hélt bæði höfðinu á mér og líkama undir vatninu, í að minnsta kosti 15 sekúndur.“
Leiðsögumaðurinn kom þá aðvífandi og bjargaði Raimondu úr klóm Sugais, að því er fram kemur í bréfi hennar til sýslumannsins á Seyðisfirði. Þar fer líklega fram frumrannsókn en málið verði síðan sent áfram til nágrannans á Eskifirði sem rannsakar öll stærri mál.
„Ég undirbjó stöngina mína og fór út í ána, í átt að dýpri enda hennar. Á sama tíma tekur Yasuji tilhlaup að mér öskrandi og gargandi. Við tökumst á og ég reyndi að verja mig. Mér tókst að lemja hann en mér gekk ekkert að verja mig. Hann rak mig þá niður í vatnið og hélt bæði höfðinu á mér og líkama undir vatninu, í að minnsta kosti 15 sekúndur.“
Leiðsögumaðurinn kom þá aðvífandi og bjargaði Raimondu úr klóm Sugais, að því er fram kemur í bréfi hennar til sýslumannsins á Seyðisfirði. Þar fer líklega fram frumrannsókn en málið verði síðan sent áfram til nágrannans á Eskifirði sem rannsakar öll stærri mál.