Tímabundnar hækkanir hafa takmörkuð áhrif
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. júl 2011 18:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, telur að tímabundnar
gjaldskrárhækkanir flutningafyrirtækja hafi ekki mikil áhrif á íbúa
svæðisins. Umræða um flutningsgjöld landsbyggðar sé hins vegar
nauðsynleg.
„Ég á ekki von á að þessar tímabundnu gjaldskrárhækkanir komi til með að hafa mikil áhrif þar sem við væntum að eðlilegt vegsamband komist aftur á suðurleiðina um helgina og þá muni verðlag verða fært til fyrra horfs,“ segir Andrés.
Flutningafyrirtækin Flytjandi og Landflutningar hækkuð bæði gjaldskrár sínar fyrir flutninga til Djúpavogs og Hafnar í vikunni um rúman þriðjung eftir að Hringvegurinn fór í sundur. Ástæðan er að bílar fyrirtækjanna þurfa að fara lengri leið.
Andrés telur þarfara að ræða flutningsgjöld almennt. „Flutningsgjöld eru hinsvegar mjög íþyngjandi almennt fyrir landsbyggðina en það er bara önnur umræða.“
Flutningafyrirtækin Flytjandi og Landflutningar hækkuð bæði gjaldskrár sínar fyrir flutninga til Djúpavogs og Hafnar í vikunni um rúman þriðjung eftir að Hringvegurinn fór í sundur. Ástæðan er að bílar fyrirtækjanna þurfa að fara lengri leið.
Andrés telur þarfara að ræða flutningsgjöld almennt. „Flutningsgjöld eru hinsvegar mjög íþyngjandi almennt fyrir landsbyggðina en það er bara önnur umræða.“