Skip to main content

Tónlistarstund í Vallaneskirkju

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. júl 2011 10:30Uppfært 08. jan 2016 19:22

erla_dora_vogler_web1.jpg

Erla Dóra Vogler, mezzósópran, heldur tónleika í Vallaneskirkju í kvöld. Tónleikarnir eru hluti sumartónleikaraðarinnar “Tónlistarstundir”

 

Á tónleikunum blandar Erla Dóra saman íslenskum þjóðlögum í klassískum búningi og fleiru skemmtilegu.

Erla Dóra hóf söngnám á Egilsstöðum á menntaskólaárum og er nýkomin frá Vín þar sem hún lagði stund á framhaldsnám í söng. Hún er reyndar líka jarðfræðingur. Hún gaf út disk í vetur með íslenskum sönglögum sem heitir Víravirki.

Torvald Gjerde, organisti, leikur undir á harmonium. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.