Tólf sóttu um starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvarinnar

Tólf umsækjendur eru um starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Sláturhússins, miðstöðvar sviðslista á Austurlandi. Nýr forstöðumaður tekur við um áramót.


Umsóknarfrestur var 1. nóvember síðastliðinn. Alls sóttu þrettán um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka.

Í auglýsingu eru gerðar kröfur um háskólamenntun sem nýtist í starfi, leiðtogahæfileika og góða þekkingu eða reynslu á menningum og listum.

Samkvæmt upplýsingum frá Fljótsdalshéraði er gert ráð fyrir að niðurstaða um ráðningu í starfið liggi fyrir upp úr miðjum nóvember.

Alexandra Chernyshova
Arnaldur Máni Finnsson
Davíð Kjartansson
Emma Björk Hjálmarsdóttir
Gísli Þór Ólafsson
Ingvi Hrafn Laxdal
Jens Einarsson
Kristín Atladóttir
Óli Örn Atlason
Sigurður Ingólfsson
Sólveig Helga Hjarðar
Vala Gestsdóttir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.