Átta til tíu ný störf á Austurlandi við þýðingar sem tengjast ESB löggjöf
Sagnabrunnur ehf. á Seyðisfirði skrifaði nýverið undir eins árs samning við Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins um þýðingar af ensku á íslensku á textum sem tengjast löggjöf Evrópusambandsins. Gert er ráð fyrir samningurinn skapi átta til tíu störf.
Í frétt á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að möguleiki sé á að framlengja samninginn þrisvar sinnum og því séu góðar líkur á fjögurra ára samstarfi. Náist það getur samningurinn numið hundruð milljóna króna.
Átta til tíu þýðendur hefja störf hjá Sagnabrunni í mánuðinum. Þeir búa flestir á Austurlandi eða eru með sterk tengsl þangað.