Tuttugu sóttu um starf verkefnastjóra Háskólaseturs

Tuttugu einstaklingar sóttu um stöðu verkefnastjóra Háskólaseturs Austfjarða (HáAust) en umsóknarfrestur rann út í byrjun síðustu viku.

Verkefnastjóranum er ætlað að vinnu við stofnun Háskólaseturs Austurfjarða á grundvelli samnings sem undirritaður var í júní. Að því standa Fjarðabyggð, fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu, ásamt Fljótsdalshéraði og Háskólanum á Akureyri

Meðal verkefna starfsmannsins er er greining á þörfum fyrir háskólasetur og mótun framtíðarsýnar fyrir svæðisbundna háskólamenntun á Austurlandi. Ráðið verður í stöðuna til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Umsækjendur um starfið voru:

Angelina Belistov, stjórnandi, Kópavogi
Benjamín Gíslason, verkefnastjóri, Reykjavík
Bjarni Kr. Grímsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Brynja Björg Vilhjálmsdóttir, deildarstjóri, Neskaupstað
Christoph Merschbrock, lektor, Noregi
Guðlaugur Hannesson, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Guðrún Lilja Magnúsdóttir, framleiðandi, Reykjavík
Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri, Seyðisfirði
István Végh-Sigurvinsson, starfsmaður í farþegaþjónustu
Jens Einarsson, blaðamaður og ljósmyndari, Egilsstöðum
Jóhann Ólafur Kjartansson, verslunarstjóri, Varmahlíð
Lilja Kristín Jónsdóttir, meistaranemi, Svíþjóð
Malgorzata Katrín Molenda, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Miguel Martins, hagfræðingur með sérgrein í stjórnun, Kópavogi
Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í atvinnuþróun, Raufarhöfn
Steinþór Þórðarson, ráðgjafi, Reykjavík
Sverrir Örn Sverrisson, viðskiptastjóri, Borgarfirði eystra
Thomas Meise, verkefnastjóri, Reykjavík
YIngyu Zong, leiðsögumaður, Reykjavík
Þórður Jóhannsson, stjórnmálafræðingur, Kópavogi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.