Tvö skemmtiferðaskip til Djúpavogs

djupivogur.jpgÁætlað er að um tvö þúsund farþegar af um tveimur skemmtiferðaskipum hafi komið til Djúpavogs í seinustu viku. Ekki er von á fleiri skipum þangað þetta sumarið.

 

Bæði skipin eru í eigu Holland America Line. Fyrra skipið var Ms. Prinsendam. Það er um 37 þúsund brúttótonn að stærð og farþegar um 800.

Seinna skipið var Ms.Maasendam, sem tvisvar áður hefur komið til Djúpavogs. Með því komu um 1.200 farþegar og 600 manna áhöfn.

Í frétt á vef Djúpavogshrepps segir að mikið samstarf sé milli sveitarfélagsins og nágrannanna í Hornafirði um móttöku skemmtiferðaskipa. Tekið er á móti skipunum á Djúpavogi en boðið upp á útsýnisferðir, til dæmis í Jökulsárlón. Sigling í Papey hefur einnig verið vinsæl.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar