Tvær vikur frá síðasta smiti

Í dag eru sléttar tvær vikur frá því síðast greindist covid-19 smit á Austurlandi. Af þeim átta sem alls hafa greinst á svæðinu er einn einstaklingur enn með virkt smit og því í einangrun.

Sex eru í sóttkví, helmingi færri en í gær.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands kemur fram að níu einstaklingar á svæðinu séu í svokallaðri sóttkví B. Þar er um einstaklinga að ræða sem komið hafa erlendis frá til starfa hér á landi og sinna sínum störfum á tilteknum afmörkuðum stöðum eða svæðum og án beinna samskipta við aðra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar