Tveir Austfirðingar hjá Bjartri framtíð

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, ferðamálafrömuður á Borgarfirði, leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Einn annar Austfirðingur er á listanum.

Það er Steinar Ingi Þorsteinsson, smiður og knattspyrnuþjálfari á Egilsstöðum.

Töluverðar breytingar eru á lista Bjartrar framtíðar frá því í kosningunum fyrir ári en Arngrímur var þá í þriðja sæti.

1. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri og íþróttakennari, Borgarfirði
2. Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðastjóri, Akureyri
3. Hörður Finnbogason, ferðamálafræðingur, Akureyri
4. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi, Hafnarfirði
5. Jónas Björgvin Sigurbergsson, sálfræðinemi, Akureyri
6. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur, Akureyri
7. Steinar Ingi Þorsteinsson, knattspyrnuþjálfari, Egilsstöðum
8. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari, Akureyri
9. Jón Þorvaldur Hreiðarsson, hagfræðingur, Akureyri
10. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, kennari, Akureyri
11. Brynjar Skúlason, skógfræðingur, Eyjafjarðarsveit
12. Erla Björnsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri
13. Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfræðingur, Ólafsfirði
14. Rakel Guðmundsdóttir, nemi í stjórnmálafræði, Akureyri
15. Kristinn Þorri Þrastarson, tölvunarfræðingur, Reykjavík
16. Herdís Alberta Jónsdóttir, grunnskólakennari, Akureyri
17. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri, Reykjavík
18. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri, Akureyri
19. Hildur Friðriksdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri
20. Preben Jón Pétursson, bæjarfulltrúi, Akureyri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar