Tveir teknir með skotvopn á Seyðisfirði

Lögreglan á Austurlandi handtók á laugardag tvo einstaklinga á Seyðisfirði og haldlagði skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu sem sögð er vera vegna fyrirspurna um aðgerðina.

Sérsveitin tók þátt samkvæmt verklagi þar sem grunur var um að vopn væru á vettvangi. Þyrla flutti sérsveitarmenn til Egilsstaða fyrir aðgerðina og frá Seyðisfirði eftir hana. Hún tók ekki þátt í aðgerðinni að öðru leyti.

Einstaklingarnir voru látnir lausir úr varðhaldi stuttu síðar. Rannsókn málsins er í gangi og ekki veittar nánari upplýsingar að svo stöddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar