Tveir undir grun vegna gróðurskemmda á athafnasvæði Síldarvinnslunnar

Mikill fjöldi ábendinga barst yfir helgina um hugsanlegan ökumann bifreiðar sem spændi illa upp stór gróin svæði á athafnasvæði Síldarvinnslunnar aðfararnótt föstudagsins í síðustu viku. Enginn gefið sig fram þrátt fyrir áköll þess efnis og málið nú komið á borð lögreglu.

Það staðfestir Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri hjá fyrirtækinu, en það var hann og hans fólk sem fyrst varð vart við miklar skemmdir á lóðunum við fyrirtækið snemma á föstudagsmorgunn og tók þá meðfylgjandi mynd.

Hvatti Hafþór viðkomandi einstakling eða einstaklinga gegnum samfélagsmiðla þá þegar að stíga fram og viðurkenna brot sín ellegar yrði málið kært til lögreglu.

„Nei, enginn hefur stigið fram á þessu stigi vegna skemmdanna eða viðurkennt sök. En okkur hefur borist fjöldi ábendinga og það liggja nú, skilst mér, sérstaklega tveir undir grun. Ég hefði nú sjálfur búist við að viðkomandi myndi gefa sig fram en þarna virðist vera einhver einbeittur brotavilji til staðar.“

Sömu nóttina var bifreið einnig ekið inn á nýendurbættan gervigrasvöll Neskaupstaðar en olli þó engum skemmdum. Heimildarmenn telja afar líklegt að um sama eða sömu aðila sé að ræða í báðum tilvikum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.