Um helmingur makrílkvótans kominn í hús

Reikna má með að tæplega 70.000 tonn af makríl hafi veiðst það sem af er sumri. Er um helmingur af 138.000 tonna kvóta því kominn í hús.

Bregður getur til beggja vona hvort kvótinn náist í ár enda langt liðið á veiðitímabilið. Þannig segir Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í samtali við Austurfrétt að hann sé hvorki svartsýnn né bjartsýnn á að kvótinn náist eins og staðan er í dag.

„Það kemur bara í ljós hvort dæmið gengur upp,“ segir Gunnþór. „Sem stendur hefur verið mjög góður gangur á veiðunum í Síldarsmugunni og spurningin er hvort sú góða veiði halda áfram um stund.“

Markaður fyrir makríl er góður þessa stundina og ekkert síðri en hann var á síðasta ári, að sögn Gunnþórs. Verðið sem fæst fyrir makrílinn liggur nú á bilinu 1.600 til 1.800 dollarar fyrir tonnið, fer eftir stærð og hvering makríllinn er verkaður.

Á vefsíðu Fiskistofu var heildaraflinn sagður kominn í tæp 60.000 tonn fyrir helgina. Gunnþór segir að ef veiðinni um helgina sé bætt við sé magnið nær 70.000 tonn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.