Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemi Hringrásar á Reyðarfirði

Umhverfisstofnun hefur stöðvað tímabundið starfsemi Hringrásar hf. á Reyðarfirði því enginn starfsmaður sinnti móttöku spilliefna á starfsstöðinni.


Umhverfisstofnun nýtti heimild í lögum um meðhöndlun úrgangs sem heimilar stöðvun starfsemi sé svo alvarleg hætt af tiltekinni starfsrækslu að aðgerð þoli enga bið.

Í tilkynningu stofnunarinnar segir að talið hafi verið að alvarleg hætta gæti sakapast vegna þessa. Hringrás vinni nú að úrbótum og verði stöðin opnuð aftur þegar Umhverfisstofnun telji að bætt hafi verið úr.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.