Umhverfisviðurkenningar veittar í Fjarðabyggð

Þrjá umhverfisviðurkenningar voru veittar í Fjarðabyggð í síðustu viku, en það var í fyrsta skipti sem sveitarfélagið veitir viðurkenningar af þeim toga.



Viðurkenningar veittu þeir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Jón Björn Hákonarson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og voru þær í þremur flokkum; fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð og snyrtilegustu fyrirtækjalóðina.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús hlutu Kristbjörg Kristinsdóttir og Hörður Þórhallsson, Heiðarvegi 25, Reyðarfirði.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð hlutu Dalir I og II, í Daladal í Fáskrúðsfirði. Ábúendur eru Ármann Elísson og Jóna Ingunn Óskarsdóttir.

Verðlaun fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóð hlaut svo Síldarvinnslan í Neskaupstað, SVN.

Auglýst var eftir tilnefningum í ágúst og september sl. og var öllum með lögheimili í Fjarðabyggð heimilt að senda inn tilnefningar. Skipan dómnefndar og yfirumsjón málsins heyrir undir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar. Stefnt er að því að þessi ánægjulegi viðuburður fari framvegis fram daginn fyrir fyrsta vetrardag á hverju ári.

F.v. Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, Jón Björn Hákonarsonar, formaður ESU, Jón Már Jónsson, SVN, Guðný Bjarkadóttir, SVN, Sigfús Sigfússon, SVN, Hörður og Kristbjör á Heiðarvegi 25, Ármann og Jóna Ingunn, Dölum I og II og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar