Unnur Birna Karlsdóttir hefur hlotið framgang í starf fræðimanns

Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, hefur hlotið framgang í starfi fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands.

Árlega geta akademískir starfsmenn sótt um framgang í starfi. „Markmið framgangskerfis Háskóla Íslands er að hvetja akademíska starfsmenn til virkni og árangurs í starfi og auk því gæði kennslu og rannsókna við Háskóla Íslands,“ segir í reglum um framgang akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands.

Unnur Birna fer því úr því að vera sérfræðingur við rannsóknarsetrið í það að verða fræðimaður. Þar sem hún er starfsmaður rannsóknarseturs en ekki deilda háskólans eru titlarnir aðrir, titill fræðimanns á rannsóknarsetri er sambærilegt dósent við deildir háskólans.

Unnur Birna lauk doktorsprófi í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2010. Hún hóf störf sem sérfræðingur hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Austurlandi árið 2015 þar sem hún fór fyrir rannsóknarverkefninu „Maður og náttúra“ þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu var viðfangsefnið.

Árið 2018 var hún ráðin forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Austurlandi og hefur gegnt því starfi síðan.

Auk Unnar fengu 49 starfsmenn Háskóla Íslands framgang í starfi í ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.