
Unnur Birna Karlsdóttir hefur hlotið framgang í starf fræðimanns
Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, hefur hlotið framgang í starfi fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands.Árlega geta akademískir starfsmenn sótt um framgang í starfi. „Markmið framgangskerfis Háskóla Íslands er að hvetja akademíska starfsmenn til virkni og árangurs í starfi og auk því gæði kennslu og rannsókna við Háskóla Íslands,“ segir í reglum um framgang akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands.
Unnur Birna fer því úr því að vera sérfræðingur við rannsóknarsetrið í það að verða fræðimaður. Þar sem hún er starfsmaður rannsóknarseturs en ekki deilda háskólans eru titlarnir aðrir, titill fræðimanns á rannsóknarsetri er sambærilegt dósent við deildir háskólans.
Unnur Birna lauk doktorsprófi í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2010. Hún hóf störf sem sérfræðingur hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Austurlandi árið 2015 þar sem hún fór fyrir rannsóknarverkefninu „Maður og náttúra“ þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu var viðfangsefnið.
Árið 2018 var hún ráðin forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Austurlandi og hefur gegnt því starfi síðan.
Auk Unnar fengu 49 starfsmenn Háskóla Íslands framgang í starfi í ár.