Hreindýr aflífað eftir árás hunds

Aflífa þurfti hreindýr eftir árás Husky-hunds. Eigandinn hefur verið áminntur fyrir að hafa ekki stjórn á dýrinu.

Bókað er um atvikið í nýjustu fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Atvikið varð á Hoffellsaurum, nærri Höfn í Hornafirði á öðrum degi jóla. HAUST sér um að framfylgja reglugerðum sveitarfélaga um hundahaldið.

Samkvæmt reglunum skulu hundar aldrei ganga lausir utan svæða sem þeim eru ekki ætluð, heldur vera í taumi í fylgd með manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim. Eftir því sem næst verður komist var verið að viðra hundinn þegar hann tók á rás frá eiganda sínum og réðist á dýrið.

Bæði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST og Jóhann Guttormur Gunnarsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í hreindýraveiðum, segir að hreindýrið hafi verið með sérlega ljóta áverka eftir hundinn og ekki um annað að ræða en láta lóga dýrinu. Hreindýraleiðsögumaður vann það verk. Umhverfisstofnun tilkynnti atvikið áfram til eftirlitsstofnana.

Hvorki Lára né Jóhann segjast hafa heyrt af því að hundar hafi áður ráðist á hreindýr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.