Orkumálinn 2024

Úrslita úr nafnakosningu að vænta eftir kvöldmat

Úrslit úr könnun, sem gerð var meðal íbúa í Borgarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað samhliða forsetakosningunum í gær, um nafn á sameinað sveitarfélag á Austurlandi er að vænta í kvöld.

Nafnanefnd sveitarfélaganna hefur haldið utan um könnunina og hún kemur saman klukkan fjögur í dag til að telja atkvæði. Stefán Bogi Sveinsson, formaður nefndarinnar, segir úrslita að vænta upp úr kvöldmat ef vel gangi.

Í könnuninni í gær gafst þátttakendum færi á raðvali, þar sem þeir gátu merkt við bæði það nafn sem þeir vildu helst og það sem þeir vildu næst. Þetta þýðir að talið verður tvisvar með mismunandi hætti og niðurstöður birtar samkvæmt því.

Því verður kunngjört bæði hve mörg atkvæði hvert nafnanna sex fékk sem fyrsta val og síðan samanlagt sem fyrsta og annað val.

Talið verður á Egilsstöðum en kjörkassar koma þangað frá Djúpavogi og Seyðisfirði í dag. Þótt kosið væri samhliða forsetakosningunum voru atkvæði ekki flutt um leið upp í Egilsstaði til að afstýra allri hættu á blöndun. Nafnanefndin hefur því ekki upplýsingar um heildarkjörsókn í könnuninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.