Kosið utan kjörfundar á tíu stöðum austanlands

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna í umdæmi Sýslumannsins á Austurlandi fer ekki aðeins fram á sýsluskrifstofum, heldur einnig á fjölmörgum stöðum innan fjórðungsins.


Nú eru aðeins rúmar tvær vikur í að Íslendingar gangi að kjörborðinu og kjósi sér næsta forseta, en kjördagur er laugardagurinn 25. júní næstkomandi.

Fram til þess tíma er hægt að greiða utan kjörfundar á öllum sýsluskrifstofum embættisins sem hér segir:

Seyðisfjörður: Bjólfsgötu 7, frá klukkan 9:00-15:00

Egilsstaðir: Lyngási 15, frá klukkan 9:00-12:00 og 13:00-15:00

Eskifjörður: Strandgötu 52, frá klukkan 9:00-15:00

Vopnafjörður: Lónabraut 2, frá klukkan 10:00-13:00


Þess utan er einnig boðið upp á að greiða atkvæði á öðrum stöðum og öðrum tímum sem hér segir:

Borgarfjörður: Á hreppstofunni, á opnunartíma og samkvæmt samkomulagi við kjörstjóra.

Breiðdalshreppur: Á skrifstofu sveitarfélagsins, Selnesi 25, á opnunartíma.

Djúpivogur: Á skrifstofu sveitarfélagsins, Bakka 1, á opnunartíma.

Neskaupstaður: Á bókasafninu. Nesskóla, Skólavegi 9, jarðhæð, á almennum opnunartíma safnsins, mánudaga til fimmtudaga.

Fáskrúðsfjörður: Á bókasafninu, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Hlíðargötu 56, á almennum opnunartíma safnsins, á miðvikudögum og föstudögum.

Fljótsdalshérað: Á bókasafninu, Safnahúsinu, Laufskógum 1, 3. hæð, alla virka daga milli klukkan 15:00-19:00.



Margvíslegar upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna á vefnum kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar