Varað við stormi á sunnanverðum Austfjörðum

Veðurstofan varast við vindstrengjum syðst á Austfjörðum og sunnan Vatnajökuls í dag.


Vindur mun standa af norðri, ýmist strekkingur eða allhvass. Við það geta myndast staðbundnir vindstrengir af stormstyrk, og er þeirra helst að vænta sunnan Vatnajökuls og syðst á Austfjörðum.

Eins og svo oft áður fylgja norðanáttinni él norðan- og austanlands.

Í kvöld og nótt fer að draga úr vindinum, en norðanáttin getur oft verið lengi að ganga niður og búist er við að hún haldi velli í veikari mæli á morgun. Þá verður áfram kalt og él, en þurrt á sunnanverðu landinu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.